<$BlogRSDUrl$>

4. desember 2008

Skrýtin auglýsing 

Þessa auglýsingu sá ég inná Visir.is

"Ráðskona. Ráðskona óskast að stórum hestabúgarð á suðurlandi. Börn engin fyrirstaða en dætur verða þó að hafa náð 18 ára aldri. Viðkomandi verður að vera huggulega og snyrtileg og kunna að taka á móti getstum. Æskileg tungumál, þýzka, danska, enska. Ekki sakar að hafa mynd með. Tölvukunnátta æskileg. Þær sem hafa útskrifast úr hússtjórnarskóla ganga fyrir. Umsókn sendist til blaðsins merkt "SVEIT SUÐURLANDI" fyrir miðjan desember."

Það feitletraða vakti undrun mína.

Hvað í ósköpunum er í gangi þarna?

20. október 2008

Carmina Burana 

Vox academica flytur Carmina Burana e. Carl Orff
með hljómsveit Jón Leifs Camerata.

Einsöngvarar eru:
Þóra Einarsdóttir, Sópran
Þorgeir J. Andrésson, Tenór
Alex Ashworth, Baritónn

Stjórnandi er Hákon Leifsson

Forsala er í höndum kórfélaga og í gegnum heimasíðu Vox academica á http://www.voxacademica.net.

Forsöluverð er 4000,-
Inngang er 5000,-

Miðar hjá mér í síma 616-2010 eða thengillo@gmail.com

http://www.facebook.com/event.php?eid=35601981746&ref=mf


ATH.
Verkið verður flutt með hljómsveit, ekki með 7 manna slagverkssveit eins og hefur tíðkast hér síðastliðin ár.
Þetta hefur ekki verið flutt með hljómsveit síðan í óperunni fyrir mörgum árum. (held ég)

4000 kall fyrir 50manna hljómsveit og 70manna kór er ekki svo mikið ef spáð er í það. ;)

5. október 2008

Búðir 

Ég hata að fara í búðir. Sérstaklega Bónus og Hagkaup. Starfsfólkið á kössunum er algerlega heiladautt og ömurlegt í flestum tilfellum. Einhverjir 16 ára unglingar sem hafa ekki nokkurn metnað til að gera nokkurn skapaðan hlut. Pirr.

31. ágúst 2008

Myndband af Gosa mínum. :) 

Skemmtilegt myndband af honum Gosa.


24. apríl 2007

Tónleikar!!! 

Kórinn *Vox academica* flytur
*Ein Deutsches Requiem* - Þýsk Sálumessa,
eftir Johannes Brahms

Tónleikarnir verða í Langholtskirkju 5. Mai 2007 kl. 16:00

Einsöngvarar:
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Sópran
Kristinn Sigmundsson - Baritónn

Hljómsveit:
Jón Leifs Camerata

Stjórnandi:
Hákon Leifsson

Miðaverð í forsölu 3000 kr. og við inngang 3500 kr.

Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum, Skólavörðustíg, Tónastöðinni,
Skipholti og hjá kórfélögum.

Upplýsingar um tónleikana er hægt að fá í síma 899 7579 og á
voxacademica@gmail.com

Heimasíða kórsins er http:\\habil.is\vox

Miðar fást hjá mér. GSM 866-5566 eða thengillo@gmail.com

23. febrúar 2007

Fullur... 

Við Biggi voru að velta þessu fyrir okkur í gær:

Það er ekki alltaf gott að vera fullur.
Áhyggjufullur er ekki gott.
Fullur af kvefi ekki heldur, hvað þá
fullur af skít.
En fullur af gleði er gott, og svo auðvitað
fullur af áfengi í hófi og líka í hófi. ;) hehe

22. febrúar 2007

Kvef 2 

Ekki dugði strepsils og nefúði samt til að halda mér frá rúminu.
Ligg heima fullur af kvefi og með hita. :( pirr pirr

Þetta stefnir í að vera svipaður vetur og fyrir þremur árum þegar ég fékk
hverja einustu smápest sem var að ganga. Algjörlega óþolandi. :(

This page is powered by Blogger. Isn't yours?